Lopi og hreindýraleður í Gallerí Bláskjá

Í dag, fimmtudaginn 5. júlí, kl. 17.00, opnar Hólmfríður Ófeigsdóttir sýningu í Gallerí Bláskjá á Egilsstöðum. Hólmfríður sýnir prjónuð vesti, sjöl og handstúkur úr hreindýraleðri sem hún hefur hannað sjálf. Hér er ekki einungis um vandað handverk að ræða heldur líka einstæða sköpun.