Lífshlaupið 2017

Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu, verður ræst í tíunda sinn miðvikudaginn 1. febrúar næstkomandi.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að stunda hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða sem ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Stofnanir sveitarfélagsins hafa verið hvattar til þátttöku í Lífshlaupinu. Fyrirtæki og einstaklingar í sveitarfélaginu eru einnig hvött til þátttöku.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
Vinnustaðakeppni frá 1. – 21. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur).
Framhaldsskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur).
Grunnskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur).
Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið.


Finna má þátttökureglur og þá valmöguleika sem skráningarkerfið býður upp á inni á vefsíðu verkefnisins, www.lifshlaupid.is

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið lifshlaupid@isi.is