Lengur opið í Íþróttamiðstöðinni

Sundlaugin verður opin til klukkan 18 á laugardögum og sunnudögum frá og með 1. febrúar.
Sundlaugin verður opin til klukkan 18 á laugardögum og sunnudögum frá og með 1. febrúar.

Vakin er athygli á því að frá og með 1. febrúar 2019 lengist opnunartími um helgar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Opið verður til klukkan 18 laugardaga og sunnudaga allt árið um kring, en ekki eingöngu á sumrin eins og verið hefur.

Afgreiðslutíminn á bæði við Héraðsþrek og sundlaugina sjálfa. Gaman verður að sjá hvort lengri opnunartími um helgar nýtist t.d. skíðagörpum nú þegar veturinn virðist loksins genginn í garð.