Leikskólaverkfalli afstýrt

Samninganefndir Félags leikskólakennara og sveitarfélaganna hafa komist að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Skrifað var undir samninginn síðdegis á skrifstofu ríkissáttasemjara. Fyrirhuguðu verkfalli er því aflýst og leikskólabörn landsins geta mætt í skólana sína á mánudagsmorgun.

Ekkert verður gefið upp varðandi efni samninganna að fyrr en að þeir hafa verið kynntir félagsmönnum en formaður Félags leikskólakennara sagðist í fréttum RÚV vera mjög ánægður með samninginn