Laust starf launafulltrúa á fjármálasviði Fljótsdalshéraðs

Starf launafulltrúa 100% stöðugildi á fjármálasviði Fljótsdalshéraðs  er laust til umsóknar. 

Leitað er að einstaklingi í framtíðarstarf, hefur til að bera drifkraft og frumkvæði og finnst skemmtilegt að vinna með öðru fólki. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf eigi seinna en 1. janúar 2020.

Helstu verkefni eru:

  • Yfirumsjón með skráningu, vinnslu og frágangi launaútborgana.
  • Samstarf við stjórnendur sveitarfélagsins og forstöðumenn auk þess að eiga samskipti við annað starfsfólk.
  • Skýrslugerð og frágangur skilagreina vegna launa.
  • Þátttaka í ársuppgjörum og fjárhagsáætlunarvinnu.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði fjármála og starfsmannamála æskileg.
  • Þekking og reynsla úr umhverfi launa- og fjárhagskerfa mikilvæg.
  • Samskipta- og tjáskiptahæfileikar, metnaður og frumkvæði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.
Nánari upplýsingar veitir fjármálastjóri, sími 470 0700 eða gudlaugur@egilsstadir.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2019.
Umsókn merkt Launafulltrúi umsókn berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið gudlaugur@egilsstadir.is