Laus störf hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Verk unnin í iðjuþjálfun hjá Stólpa
Verk unnin í iðjuþjálfun hjá Stólpa

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs: 

Stólpi hæfing/iðja og starfsþjálfun

• 87,50% starf í dagvinnu með vinnutíma frá klukkan 09 til 16.
Starfið felur í sér persónulega leiðsögn og aðstoð við fólk með fötlun

Helstu verkefni og ábyrgð í Stólpa:

  • Aðstoð við margvísleg verkefni sem unnin eru í Stólpa
  • Aðstoð og stuðningur við athafnir daglegs lífs

Ásheimar mann- og geðræktarmiðstöð

• 50% afleysingastarf í dagvinnu í 1 ár með vinnutíma 12:00-16:00.
Starfið felur í sér umsjón með starfsemi Ásheima sem er geðræktarmiðstöð á Egilsstöðum. Ásheimar er samastaður fólks sem vill rækta sinn innri mann í  góðum félagsskap. Starfsemin mótast að miklu leyti af óskum og þörfum þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð í Ásheimum:

  • Að vinna gegn félagslegri einangrun og skapa aðstæður fyrir fólk að byggja sig upp andlega
  • Stuðla að valdeflingu fólks
  • Innkaup og þrif

Hæfniskröfur:

  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Íslenskukunnátta
  • Bílpróf er æskilegt

Störfin eru laus frá 1. janúar 2020.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Upplýsingar um störfin má fá hjá Önnu Sigríði s: 471 1090.
Netfang: annask@egilsstadir.is
Umsóknarfrestur er til 12. desember 2019.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Fljótsdalshéraðs: www.fljotsdalsherad.is