Landslag til sölu eða gefins

Í kvöld, mánudaginn 12. nóvember kl. 20.00, opnar Íris Lind sýningu sína “Landslag til sölu eða gefins”, í Sláturhúsinu. Verkið er sett saman úr  362 römmum og verður gefið börnum sem fæddust á tímabilinu 28. september 2006 - 24. september 2007 að sýningu lokinni.

Vilji foreldrar þessarra barna tryggja þeim brot úr verkinu geta þeir haft samband á netfangið irislinds@gmail.com eða í síma 898-3143 fyrir 12.nóvember, en verkið verður afhent foreldrum eða umboðsaðilum á lokadegi sýningarinnar sem er 18. nóvember. Verkið er einnig til sölu til en það kostar 3.000.000 og verður ekki gefið ef af sölu verður. Áhugasamir kaupendur geta haft samband á sama netfang fyrir 12. nóvember. Nánari upplýsingar má finna á www.landslag.bloggar.is