Kynning á tillögum um breytingar á aðalskipulagi

Tvær tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028 verða kynntar á skrifstofu skipulagsfulltrúa mánudaginn 18. desember frá klukkan 10 til 12. Báðar breytingarnar eru kynntar á vinnslustigi, þ.e. mótun tillagnanna er ekki að fullu lokið og óskað er eftir ábendingum um það sem betur má fara.

Tillögurnar má einnig skoða frá saman tíma á vef sveitarfélagsins, www.fljotsdalsherad.is.

Önnur breytingin varðar breytta landnotkun á tveimur lóðum við gatnamót Lagarfells og hringvegar í Fellabæ.  Þar er lagt til að íbúðasvæði verði blönduð byggð, sem gefur svigrúm fyrir þjónustu, t.d. við ferðafólk.

Hin breytingin varðar landnotkun á Davíðsstöðum, áður Hleinagarði II. Þar er í gildandi aðalskipulagi gert ráð fyrir umfangsmikilli frístundabyggð en skv. breytingunni verður þar umfangsminni frístundabyggð og skógrækt.

Kynning þessi og önnur málsmeðferð er í samræmi við 30. gr. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.