Kynning á dansnámskeiði fyrir unglinga og fullorðna

Alyona Perepelytsia danskennari verður með kynningu á dansnámskeiði fyrir unglinga og fullorðna í Sláturhúsinu menningarsetri föstudaginn 28. október kl. 17.00. Fyrirhugað er að Alyona bjóði upp á dansnámskeið sem hefjast 2. nóvember og standi fram að jólum.

Um er að ræða þrjá aldurshópa,, þ.e. 12 til 15 ára og 16 til 21 árs þar sem unnið verður með ólíkar stefnur s.s. jass, hip-hop, samtímadans, nútímadans, ballet, salsa og tango.

Einnig verður boðið upp á samkvæmisdansnámskeið fyrir konur og karla á öllum aldri, með mikla eða enga reynslu. Kenndur verður nýr dans í hverjum tíma, vals, tango, salsa, kántrý, rokk og ról, boogie woogie og diskó. Hægt er á skrá sig og fá frekari upplýsingar á netfangið vneslov@gmail.com