Kraumar í heita pottinum á ný – fundir um atvinnumál

Undan farin misseri hefur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs staðið fyrir almennum fundum um hin ýmsu mál. Á fimmtudaginn mun Guðmundur Oddur Magnússon hjá Listaháskóla Íslands fjalla um ímynd sveitarfélaga. Á fundinum verða jafnframt afhent verðlaun fyrir merki Þekkingarsetursins á Egilsstöðum.

Dagskrá nætu þriggja opnu funda atvinnumálanefndar er eftirfarandi:

21. febrúar - Ímynd sveitarfélaga – kl. 12.00 – 13.00 á Hótel Héraði (hægt að fá sér súpu meðan á fundi stendur)
Frummælandi er Guðmundur Oddur Magnússon deildarstjóri grafíkdeildar LHÍ

Á fundinum verða afhent verðlaun í samkeppni um hönnun merkis fyrir Þekkingarsetrið á Egilsstöðum ehf.

28. febrúar - Þróun atvinnulífs á Austurlandi og væntingar m.a. með hliðsjón af uppbyggingu álvers. Hvað ber framtíðin í skauti sér? – kl. 20.00 á Hótel Héraði
Frummælendur eru fulltrúi Alcoa og Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands.

6. mars – Egilsstaðaflugvöllur, lenging flugvallarins og aðstaða – Hvar liggja tækifærin í flugvallartengdri starfsemi? – kl. 12.00 – 13.00 (hægt að fá sér súpu meðan á fundi stendur)