KrakkaRÚV frá Egilsstöðum

Mynd af þátttakendum á námskeiðinu í upptöku- og útvarpsgerð í Sláturhúsinu.
Mynd af þátttakendum á námskeiðinu í upptöku- og útvarpsgerð í Sláturhúsinu.

Í byrjun marsmánaðar var námskeið á vegum Okkar eigin og KrakkaRÚV í upptöku- og útvarpsþáttagerð í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Sláturhúsið en því stjórnaði Sigyn Blöndal og efnið sem varð til á námskeiðinu verður notað til flutnings í Útvarps stundinni okkar á Rás 1.

Fyrsti þátturinn er mestmegnis unninn af krökkum af Fljótsdalshéraði og fór hann í loftið í gær, fimmtudaginn 30.mars , kl.18.30. Um 30 krakkar tóku þátt í námskeiðinu frá 4 sveitarfélögum en meðal þess sem heyra má eftir ungu útvarpsmennina er frumsamin útvarpssaga með leikhljóðum, frumsamið leikrit, menningarumfjöllun, viðtalsþáttur og samklipptir viðtalsbútar við fólk á ferli.

Námskeiðið var haldið að frumkvæði Arnaldar Mána Finnssonar í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og RÚV.

Hér má nálgast útvarpsþáttinn frá í gær  en næstu þættir verða svo sendir út 6. og 13. apríl.