Kompan flutt í Miðvang 22

Kompan, geðræktarmiðstöð á Egilsstöðum, hefur fært sig um set og er nú komin til húsa að Miðvangi 22, í kjallarann þar sem áður var félagsmiðstöð eldri borgara. Iðjuþjálfarnir Ásdís, Eygló og Selma hafa nú umsjón með starfseminni og verður megináherlsa lögð á að rækta okkur sjálf þ.e. geð- og mannrækt.

Ákveðið hefur verið að breyta um nafn á Kompunni með tilkomu nýrrar staðsetningar. Í því sambandi er efnt til nafnasamkeppni um nýtt nafn á geð- og mannræktarmiðstöðinni. Tillögum skal komið í lokuðu umslagi ásamt nafni til félagsþjónustunnar að Lyngási 12 á Egilsstöðum eða á netfangið gudbjorgg@egilsstadir.is. Skilafrestur er til 18. febrúar. Veitt verða verðlaun fyrir vinningsnafnið.
Nýtt símanúmer og netfang verður auglýst síðar, en opnunartími er eins og áður var alla virka daga frá kl. 13- 16.