Kanadíski kvikmyndadagurinn í Sláturhúsinu

Fimmtudaginn 26. apríl tekur Kvikmyndaklúbbur Sláturhússins þátt í Kanadíska kvikmyndadeginum. Af tilefninu verður sýnd kanadíska gamanmyndin La grande Séduction að viðstöddum kanadíska sendiherranum á Íslandi, Anne-Tamare Lorre, sem býður upp á léttar veitingar fyrir sýningu og spjall á eftir hana. Húsið opnar klukkan 19:30 en sýning hefst klukkan 20:00. Myndin er sýnd með enskum texta.

La grande séduction fjallar um lítið fiskimannasamfélag á eyjunni St. Marie-La-Mauderne. Samfélagið stendur höllum fæti en vonir glæðast þegar fréttist að utanaðkomandi aðili hyggist reisa verksmiðju á staðnum. Fyrirhuguðum framkvæmdum fylgir þó það skilyrði að læknir setjist að á eynni og starfi þar. Þorpsbúar taka sig saman um að tæla Christopher Lewis lækni til að koma og uppfylla skilyrðið.

Facebook-síða viðburðarins.