Jólatré hirt á fimmtudag og laugardag

Rekstrarfélag Hattar tekur að sér að hirða upp jólatré á Egilsstöðum og í Fellabæ og á Eiðum og Hallormsstað í þessari viku. Fólki er bent á að setja trén við götuna/bílastæðið til að auðvelda störf þeirra sem koma og sækja trén.

Fyrri ferð verður farin seinni partinn á fimmtudaginn, 9. janúar og sú seinni um hádegisbil á laugardaginn, 11. janúar.

Af óviðráðanlegum orsökum birtist röng auglýsing í Dagskránni þar sem fram kemur að hirðing jólatrjáa fari fram 15. janúar. Það er sem sagt ekki rétt heldur fer hún fram 9. og 11. janúar.