Innritun í leikskóla á Fljótsdalshéraði

Skipulag leikskólastarfs á Fljótsdalshéraði fyrir skólaárið 2016-2017 fer fram í apríl. Mikilvægt er að umsóknir um leikskóla hafi borist sveitarfélaginu í síðasta lagi 31. mars næstkomandi.

Sótt er um leikskóla rafrænt á íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is eða með því að fylla út umsókn sem er að finna á heimasíðunni undir umsóknir og senda til fræðslufulltrúa.

Nánari upplýsingar veitir fræðslufulltrúi í síma 4 700 700 eða á netfangið helga@egilsstadir.is