Íbúum Fljótsdalshéraðs fjölgar

Börn að leik í Lómatjarnargarði í maíbyrjun.
Börn að leik í Lómatjarnargarði í maíbyrjun.

Um síðustu mánaðamót fór íbúafjöldi Fljótsdalshéraðs yfir 3.500. En það gerðist síðast á tímabilinu 2006 og 2009 þegar mikill fjöldi starfsmanna var búsettur í nokkrum sveitarfélögum á Austurlandi vegna uppbyggingar álvers á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal.

Eftir að jafnvægi náðist við lok þeirra framkvæmda hefur íbúum Fljótsdalshéraðs fjölgað hægt og bítandi. Það er þó fyrst og fremst á Egilsstöðum og Fellabæ sem íbúafjölgun á sér stað, en íbúar þar voru alls um 2.800 um síðustu áramót.