Hvernig líður börnunum okkar?

Kynningar- og fræðslufundur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði verður haldinn þriðjudaginn 15. október klukkan 20 í hátíðarsal Egilsstaðaskóla. Kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining standa fyrir ár hvert á landsvísu. Aðaláhersla kynningarinnar verður á unglinga á Fljótsdalshéraði.

Þá verður Björg Eyþórsdóttir skólahjúkrunarfræðingur einnig með fræðsluerindi um rafrettur, skaðsemi þeirra og áhættur sem fylgja notkun þeirra.

Foreldrar barna á aldrinum 12-18 ára eru sérstaklega hvattir til að mæta og láta sig málefnið varða, en allir áhugasamir eru að sjálfsögðu velkomnir..

Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.