Hrafnkelssögufélagið: Nýtt nafn og ný stjórn

Á aukaaðalfundi hjá Félagi áhugamanna um Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónustu á Héraði nýverið var samþykkt að breyta nafni félagsins í Söguslóðir Austurlands.

Samþykktum félagsins var lítillega breytt í samræmi við breytingar á nafni þess og með enn fjölbreyttara samstarfi víðar á Austurlandi í huga. Að öðru leyti er þetta sama félagið með sömu kennitölu og sömu heimasíðu.

Ný stjórn hefur tekið til starfa. Aðalmenn eru nú Baldur Pálsson (Fellabæ), Jóhanna Thorsteinsson (Seyðisfirði) og Þórður Mar Þorsteinsson (Egilsstöðum).