Hlutabréf í vörslu Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs til sölu

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, sem haldinn var 13. febrúar s.l., var samþykkt að auglýsa til sölu hlutabréf sveitarfélagsins sem vistuð eru í Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs.  

Á fundi atvinnumálanefndar nokkru áður hafði verið lagt til að hlutabréf sveitarfélagsins í Hallormi yrðu auglýst til sölu. 

Hugmynd sveitarfélagsins með kaupum á þessum hlutabréfum hefur ávallt verið sú að þegar viðkomandi fyrirtæki hafa náð að byggjast upp og reksturinn kominn vel af stað, væri hlutur Fljótsdalshéraðs í þeim seldur aftur og fjármagnið nýtt til að styðja við aðra nýsköpun í atvinnulífi í sveitarfélaginu. 

Áhugasamir kaupendur geta snúið sér til sveitarfélagsins og fengið þar frekari upplýsingar um félögin og skilað þangað inn tilboðum í umrætt hlutafé.