Hljóðvinnslunámskeið í Sláturhúsinu

Um síðustu helgi var haldið hljóðvinnslunámskeið í Sláturhúsinu, á vegum vegaHússins, á Egilsstöðum. Mikill áhugi var á námskeiðinu og biðlistinn það langur að annað námskeið verður haldið innan tíðar. Námskeiðið sótti ungt fólk allt frá Héraði til Hornafjarðar.

Á námskeiðinu var farið yfir grunnatriði hljóðvinnslu. Þátttakendurnir  spiluðu meðal annars á hljóðfæri og tóku upp og fullunnu síðan í nýju upptökustúdíói Sláturhússins. Fjárfest var í þessu stúdíói nýlega með styrk sem fékkst frá Lýðheilsustöð. Þetta er einn af þeim styrkjum sem hún veitir til forvarnarverkefna og fékk vegaHúsið þennan styrk á árinu. Kennari á námskeiðinu var Páll Kristjánsson hljóðmaður og útsetjari sem unnið hefur erlendis við hljóðupptökur til margra ára.
Nánari upplýsingar um næsta hljóðvinnslunámskeiðið er að fá á netfangið vegahusid@gmail.com