Hjúkrunarheimili: Tillögur til sýnis í Hlymsdölum

Héraðsbúar eru hvattir til að skoða tillögurnar sjö af hönnun hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum sem eru til sýnis í Hlymsdölum til og með 17. júní.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá verðlaunatillögu Hornsteina arkitekta ehf/Eflu sem dómnefnd taldi besta.

Í öðru sæti varð tillaga TARK Teiknistofu ehf / Verkfræðistofunnar Ferils / Verkhönnunar ehf / Vist og Veru / Verkfræðistofunnar Annar og í þriðja sæti varð tillaga THG Arkitekta ehf / Verkfræðistofu Austurlands/Verkfræðistofu Norðurlands / Eflu hf / Landark ehf.

Tilllögurnar og dómnefndarálit má sjá hér á vef Fljótsdalshéraðs.