Hjólað í vinnuna: Hérar stóðu sig vel

Þrátt fyrir einmuna ótíð fyrir hjólreiðafólk síðustu dagana í keppninni „Hjólað í vinnuna“ náðu bæjarskrifstofur Fljótsdalshérað að vera í fimmta sæti á landsvísu í keppninni hjá fyrirtækjum/stofnum með 30-69 starfsmenn.

Starfsmönnum bæjarskrifstofanna var skipt í fjögur lið og stóðu Hérarnir sig best og hjóluðu eða gengu 11 daga að meðaltali. Til hamingju með það!

 

Nafn liðs Fjöldi meðlima Fjöldi daga Hlutfall daga Fjöldi km Hlutfall km
Hérarnir 8 88 11,00 412,30 51,54
Ormarnir 9 47 5,22 150,10 16,68
Refirnir 8 69 8,63 185,50 23,19
Einhleypurnar 7 39 5,57 334,73 47,82
Samtals: 32 243 7,59 1082,63 33,83