Hirðing jólatrjáa

Dagana 8. og 9. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sjá um að hirða jólatré íbúa á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir að gæta þess að jólatrén séu á áberandi stað við lóðarmörk og koma í veg fyrir að þau fjúki. Eftir þennan tíma er hægt að losa sig við jólatré á garðalosunarsvæði norðan Eyvindarár.
 
Íbúar eru ennfremur hvattir til að hreinsa upp flugelda í nágrenni sínu og hjálpast þannig að við að halda umhverfi sveitarfélagsins hreinu.