HEF: Heitavatnslaust í nokkrum hverfum á morgun

Á morgun þriðjudaginn 15. september verður heitt vatn tekið af stofnlögn fyrir iðnaðarhverfi og hlíðarhverfi (hæðin) á Egilsstöðum vegna viðgerðar á stofnlögn í Tjarnarbraut. Þá verður einning heitavatnslaust í Litluskógum, Selbrekku og svo húsum númer 9 til 15 við Tjarnabraut.

Skrúfað verður fyrir kl. 13.00 og stendur viðgerð yfir fram eftir degi.

Beðist er afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.