Hádegishöfði fær jólatré að gjöf

Leikskólinn Hádegishöfði fékk á dögunum tvö falleg jólatré að gjöf frá Friðmari Gísla og fjölskyldunni hans á Setbergi, en þau eru skógarbændur. Það var Helgi, faðir Friðmars, sem færði skólanum trén  og setti annað þeirra upp fyrir utan leikskólann en hitt inni. Þess ber einnig að geta að nokkrir foreldrar komu  saman í leikskólanum og settu upp jólaskraut og jólaseríur. Fyrir þetta allt saman eru nemendur og kennarar afar þakklátir.