Grunnskólarnir fá heimasíður

Í gær, 6. september, voru heimasíður grunnskólanna fjögurra á Fljótsdalshéraði opnaðar við hátíðlega athöfn. Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri, opnaði síðurnar með aðstoð nemenda allra skólanna.

Opnunin fór fram á Hótel Héraði í upphafi sameiginlegs fundar allra nefnda sveitarfélagsins um aðalskipulagsgerð og stefnu sveitarfélagsins.

Með heimasíðunum er ætlunin að tryggja betri aðgang allra hagsmunaaðila að upplýsingum um skólastarfið. Í síðasta mánuði voru heimasíður allra leikskólanna teknar í notkun. Gert er ráð fyrir að tónlistarskólarnir opni sínar heimasíður í næsta mánuði.

Vefföng grunnskólanna eru:
Brúarásskóli www.fljotsdalsherad.is/bruarasskoli
Fellaskóli www.fljotsdalsherad.is/fellaskoli
Grunnskólinn Egilsstöðum og Eiðum www.fljotsdalsherad.is/egilsstadaskoli
Hallormsstaðaskóli www.fljotsdalsherad.is/hallormsstadaskoli