Góður árangur í Útsvari og Gettu betur

Nú hafa bæði spurningalið Menntaskólans á Egilsstöðum  í Gettu betur og spurningalið Fljótsdalshéraðs í Útsvari tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum í þessum vinsælu sjónvarpsþáttum. Þetta er glimrandi góður árangur og kitlar  eflaust metnað heimamanna og liðsmanna spurningaliðanna. Jafnframt er þetta góð kynning á Héraðinu út á við, því áhorfið á þessa þætti er mikið og almennt.  Það er líka gaman að sjá hvað Útsvarslið Fljótsdalshéraðs og þáttastjórnendur hafa náð vel saman og léttleikinn og húmorinn svífur þar yfir. Spurningalið ME, með öllum sínum stuðningsmönnum hefur líka verið til sóma og komið vel fyrir á sjónvarpsskjánum. 

Nú er bara að vona að sami skriður haldist á liðunum og þau nái að toppa fyrri árangur.