Góð þátttaka í íbúafundi um skipulagsmál

Fimmtudagskvöldið 21. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Grunnskólanum á Eiðum. Til fundarins var boðað af stýrihópi um gerð aðalskipulags, en fundarstjóri var Aðalsteinn Jónsson, formaður dreifbýlis-og hálendisnefndar. Prýðileg aðsókn var að fundinum.

Á fundinum flutti Soffía Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar ávarp, Salvör Jónsdóttir ráðgjafi kynnti aðalskipulagsvinnuna og Skarphéðinn G. Þórisson flutti erindi um náttúruvernd. Að loknu kaffihléi voru almennar umræður.

Prýðileg aðsókn var að fundinum og umræður voru líflegar. Myndarlegar veitingar kvennfélagskvenna ýttu enn frekar undir góða stemningu á fundinum og lauk honum ekki fyrr en um kl. 23:30 þrátt fyrir að auglýst fundarlok væru kl. 22.
 
Margt bar á góma, bæði í tenglsum við náttúruvernd, skógrækt, vegi og slóða svo eitthvað sé nefnt. Ábendingar íbúa sem fram komu á fundinum eru innlegg í aðalskipulagsvinnuna en fulltrúar úr stýrihópnum, bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra tóku þátt í fundinum og svöruðu fyrirspurnum ásamt framsögufólki.
 
Glærur frá erindum þeirra Skarphéðins og Salvarar eru aðgengilegar hér á síðunni.