Fundur um verslun og þjónustu í kvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 23. október, stendur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs fyrir almennum fundi á Hótel Héraði, kl. 20.00, undir yfirskriftinni Fljótsdalshérað sem miðstöð verslunar og þjónustu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á Héraði undanfarin misseri á sviði verslunar og þjónustu.

Ný fyrirtæki í þessum rekstri hafa tekið til starfa en önnur hafa hætt starfsemi. Þá er hafin uppbygging miðbæjar á Egilsstöðum auk þess sem sveitarfélagið hefur sett sér þá stefnu að  vera miðstöð verslunar og þjónustu á Austurlandi og eitt af öflugustu kjarnasvæðum á landinu. 

Á fundinum flytja stuttar framsögur þau Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, kaupfélagsstjóri og Sigríður Þráinsdóttir, atvinnurekandi. Þá er gert ráð fyrir almennum umræðum um málefnið.

Stjórnendur og fulltrúar fyrirtækja í verslun og þjónustu eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn.