Fundað um sveitarstjórnar- og landbúnaðarmál ESB

Í hádeginu fimmtudaginn 15. apríl, verður haldinn fundur á Hótel Héraði á vegum atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs um kosti og galla Evrópusambandsins og þátttöku Íslands í því. Framsögumenn hafa nýlega verið í kynnisferð hjá ESB og munu miðla af þekkingu sinni á fundinum. Meðal annars verður reynt að svara spurningunni „hvaða áhrif hefur innganga Íslands á sveitarstjórnarmál  og landbúnaðarmál“.  Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur til kl. 13.30.

Framsögumenn  verða þeir Helgi H. Hauksson, formaður Félags ungra bænda og Guðmundur Ólafsson, formaður atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs.

Hægt verður að kaupa súpu meðan á fundi stendur.