Frítt í sund á aðventunni

Fljótsdalshérað hefur ákveðið að bjóða öllum grunnskólabörnum í sveitarfélaginu frítt í sund í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á aðventunni.

Karen Erla Erlingsdóttir menningar- og frístundafulltrúi Fljótsdalshéraðs segir þetta gert til að hvetja börn á grunnskólaaldri til meiri hreyfingar. Vitað sé að börn hreyfi sig minna nú en áður og séu meðal annars að þyngjast. Þau þurfi hreyfingu og það að fara í sund auki vellíðan barna. Hún beinir því til foreldra að þeir hvetji börnin til að nýta sér þetta en þau þurfa eingöngu að láta vita af sér við komuna í íþróttamiðstöðina áður en þau fara í sundið.