Fréttaveita – viltu fylgjast með?

Áhugasömum er bent á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttum, viðburðum og tilkynningum á heimasíðu Fljótsdalsheráðs og fá þær sendar með tölvupósti eða í gegnum rss. Til að virkja þessa þjónustu er farið inn á síðuna póstlistar, sem finna má neðst á forsíðunni.

Einnig er hægt að fylgjast með fréttum og fá upplýsingar um ýmislegt sem er að gerast á Fljótsdalshéraði í gegnum Facebook-síðu sveitarfélagsins.

Þá skal bent á að vefmyndavélin sem hefur verið í lamasessi í nokkurn tíma er komin í gang. Hún sýnir myndir af fjórum stöðum, en hvert sjónarhorn varir í klukkustund. Myndin endurnýjast á mínútu fresti. Staðirnir sem myndavélin sýnir eru Snæfell, efsti hluti Fagradalsbrautar með m.a. skrifstofu sveitarfélagsins í bakgrunni, hluti hverfisins Litluskógar og norðurhluti Egilsstaða og yfir í Fellabæ.