Frestun eindaga fasteignagjalda í júní

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 3. júní var samþykkt að fresta eindaga fasteignagjalda sem eru á gjalddaga í júní, fram í janúar 2021.

Jafnframt minnti bæjarstjórn á að viðbrögð við Covid-19 kalla á samstarf milli sveitarfélagsins og íbúa þar sem allir leggja sitt af mörkum. Því hvetur bæjarstjórn íbúa og fyrirtæki til þess að nýta frestun á eindaga ekki nema þörf krefji, til þess að lágmarka neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins.