Framkvæmdirnar við Tjarnarbraut

Tjarnarbraut er lokuð í dag því verið er að hefla og undirbúa götuna fyfir malbik
Tjarnarbraut er lokuð í dag því verið er að hefla og undirbúa götuna fyfir malbik

Nú fer að sjá fyrir endann á framkvæmdum við Tjarnarbraut. Búið er að skipta út efsta jarðvegslaginu og verið er að hefla götuna og undirbúa fyrir malbikunarframkvæmdir sem eru fyrirhugaðar á þriðjudag/miðvikudag.

Gatan verður greiðfær upp úr miðjum mánuði en þá verður farið í að því að steypa gangstétt og ganga frá bílaplönum. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið fyrir landsmót.

Verktakar og Fljótsdalshérað þakka fyrir tillitsemi á meðan framkvæmdum hefur staðið og vonast til áframhaldandi góðar samvinnu þar til verki er að fullu lokið.