Frambjóðendur í spjalli á netinu og í útvarpi

Dagana 25. - 29. maí verður starfrækt útvarpsstöð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, á Fm 103,2, sem mun meðal annars gera málefnum sveitarstjórnarkosninganna góð skil. Það er Hafdís Erla Bogadóttir sem heldur utan um útsendingarnar, sem verða milli klukkan 13 - 22 frá þriðjudegi til laugardags. Útvarpsútsendingar nást á Egilsstöðum og í Fellabæ og næsta nágrenni í gegnum fm 103,2. En einnig verður hægt að fylgjast með útsendingu á Netinu í gegnum búnað sveitarfélagsins sem notaður er til að senda út bæjarstjórnarfundi. Með þessu móti er hægt að fylgjast með dagskránni í öllu sveitarfélaginu og þess vegna hvar sem er, þar sem er netsamband. Hér er að finna slóðina á netútsendinguna og velja síðan „Fljótsdalshérað kosningaútvarp 2010".

Dagskráin verður fyrst og fremst létt tónlist í bland við umræður, m.a. við frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði. „Við reynum að nálgast frambjóðendur á annan hátt en tíðkast og kynnumst vonandi hæfileikum þeirra á hinum ýmsu sviðum," segir Hafdís. „Hlustendur geta tekið þátt með að senda inn hugmyndir, spurningar sem brenna á þeim til frambjóðenda o.s.frv. Við kveikjum að sjálfssögðu Evróvision stemningu hjá hlustendum, verðum með getraunir og einhverjar óvæntar uppákomur. Dagskráin verður spiluð að fingrum fram og vonum við að sem flestir taki þátt í þessu tilraunaverkefni," bætir Hafís við.

„Ég vona að við fyrst og fremst höfum gaman að því að taka okkur saman og gera þetta á skemmtilegan hátt", segir Hafdís glaðlega. „Við auglýsum vissulega fyrir alla. Ódýrt og gott aðeins 150 orðið með vaski", segir hún og bætir við að tekið sé á móti auglýsingum, spurningum til frambjóðenda sem og öllum skemmtilegum hugmyndum á netfangið hafdisboga@hotmail.com eða í síma 848-1610.

Dagskrá FM 103,2, þriðjudaginn 25. maí til laugardagsins 29. maí er þannig:

Þriðjudagur

Kl. 13-16. Létt tónlist í bland við spjall. Kynnum okkur hvað er framundan á svæðinu í sumar auk þess sem góðir gestir kíkja í hljóðver.

Kl. 16 - 18. Spurningakeppni milli flokkanna. Spyrill og höfundur spurninganna er Ásta Þorleifsdóttir.

Kl. 18- 20. Unga kynslóðin tekur við og spilar létta tónlist í bland við spjall.

Miðvikudagur

Kl. 13-16. Létt tónlist í bland við spjall. Kynnum okkur hvað er framundan á svæðinu í sumar auk þess sem góðir gestir kíkja í hljóðver. Hlustendagetraun, síminn er 471-1479

Kl. 16-17. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fá frjálsar hendur og spila uppáhaldstónlistina sína í bland við spjall um stefnumálin.

Kl. 17-18. Frambjóðendur Héraðslistans fá frjálsar hendur og spila sína uppáhaldstónlist og segja okkur hvaða mál eru þeim efst í huga.

Kl. 18- 20. Unga kynslóðin tekur við og spilar létta tónlist í bland við spjall.

Fimmtudagur

Kl. 13-16. Létt tónlist í bland við spjall. Kynnum okkur hvað er framundan á svæðinu í sumar auk þess sem góðir gestir kíkja í hljóðver. Hlustendagetraun, síminn er 471-1479.

Kl. 16-17. Frambjóðendur Framsóknarflokksins koma með plötusafnið og spila uppáhaldstónlistina sína í bland við kosningahugleiðingar.

Kl. 17-18. Frambjóðendur Áhugafólks um sveitarstjórnarmál fá frjálsar hendur og spila sína uppáhaldstónlist og segja okkur hvaða mál eru þeim efst í huga.

Kl. 18- 20. Unga kynslóðin tekur við og spilar létta tónlist í bland við spjall.

Föstudagur

Kl. 13-16. Létt tónlist í bland við spjall. Kynnum okkur hvað er framundan á svæðinu í sumar auk þess sem góðir gestir kíkja í hljóðver. Hlustendagetraun, síminn er 471-1479.

Kl. 16-18. Nú er komið að alvörunni. Forystumenn framboðslistanna til sveitarstjórnarkosninga sitja í hljóðveri og svara spuringum. Hægt er að senda inn spurningar til frambjóðenda á netfangið hafdisboga@hotmail.com

Kl. 18- 20. Unga kynslóðin tekur við og spilar létta tónlist í bland við spjall. Hlustendagetraun, síminn er 471-1479.

Laugardagur

Kl. 13-20. Kosninga- og Eurovision upphitun. Nánari dagskrá þess dags auglýst síðar.

Allar ábendingar um eitthvað sem er að gerast á svæðinu eru vel þegnar, einnig er fólk boðið velkomið í spjall og kaffisopa í Sláturhúsið dagana sem útsendingar fara fram.

Auglýsingasíminn er 471-1479 eða 848-1610. Einnig má senda póst á hafdisboga@hotmail.com