Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs var stofnuð árið 2005. Hlutverk hennar er að bjóða upp á og efla lista- og menningarstarf á Fljótsdalshéraði. Menningarmiðstöðin vinnur einnig að framgangi lista- og menningarstarfsemi á Austurlandi.

Leitað er að einstaklingi í framtíðarstarf, með mikinn áhuga á menningarmálum, hefur til að bera drifkraft og frumkvæði og finnst skemmtilegt að vinna með öðru fólki. Æskilegt er að forstöðumaður hefji störf 1. október 2019.

Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri menningarmiðstöðvarinnar. Helstu verkefni eru:

 • Skipulagning dagskrár og viðburða menningarmiðstöðvarinnar
 • Samstarf við aðrar menningarmiðstöðvar, félög, stofnanir og einstaklinga sem vinna að málefnum lista og menningar
 • Gerð styrkumsókna, alþjóðleg verkefni og tengslamyndun
 • Starfa með skólum á Austurlandi og veita ráðgjöf, fræðslu og upplýsingar m.a. varðandi sviðslistir
 • Sinna samstarfi við menningarstofnanir á landsvísu
 • Vinna með fagráði menningarmiðstöðvarinnar að árlegri listrænni stefnu og þróun starfseminnar
 • Hafa umsjón með Sláturhúsinu – menningarsetri á Egilsstöðum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði menningar eða lista æskileg
 • Þekking og reynsla úr umhverfi sviðslista kostur
 • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar, reynsla á sviði menningarstjórnunar góður kostur
 • Samskipta- og tjáskiptahæfileikar, metnaður og frumkvæði
 • Góð tungumálakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi, sími 860 2905 eða odinn@egilsstadir.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2019.

Umsókn merkt Forstöðumaður menningarmiðstöðvar berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið odinn@egilsstadir.is