Fljótsdalshérað býður í siglingu

Lagarfljótsormurinn er að ljúka sínu 9. sumri í skoðunar- og skemmtisiglingum á Lagarfljóti. Siglingar ferjunnar hafa verið mikilvægt innlegg í ferðamennsku á Héraði. Í tilefni haustkomunnar mun Fljótsdalshérað bjóða íbúum sínum og þeirra gestum upp á haustsiglingu.

Siglingar í boði Fljótsdalshéraðs eru á laugardaginn 6. september. Siglt verður frá bryggju við Lagarfljótsbrú, en hægt er að velja úr þremur ferðum. Fjölskylduferðir Lagarfljótsormsins hafa vakið verðskuldaða athygli og rétt er að hvetja allt fjölskyldufólk til að fjölmenna um borð í dagsferðirnar. Um áttatíu farþegar komast um borð í hverja ferð, þannig að fyrstir koma - fyrstir fá.

Áætlun á laugardag 6. september í boði Fljótsdalshéraðs
Kl. 14:00 Fjölskylduferð - hægt verður að kaupa veitingar um borð.

Kl.  16:30 Fjölskylduferð - hægt verður að kaupa veitingar um borð.

Kl.  21:00 Kvöldsigling - aldurstakmark 20 ár. Lifandi tónlist, líf og fjör. 

www.ormur.is

Að sögn Alfreðs Steinars skipstjóra mun Lagarfljótsormurinn verða tiltækur til siglinga um Fljótið fram í miðjan október, eftir því sem veðurfar leyfir. Hægt er að panta siglingar hjá skiptstjóranum í síma 847-2524.


Ljósmynd: Ói