Fjórir listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga

Frestur til að skila framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði rann út kl. 12
á hádegi þann 8. maí 2010. Fjórir framboðslistar bárust yfirkjörstjórn og hefur hún á fundi sínum þann 9. maí sl. úrskurðað öll framboðin gild. Hægt er að sjá listana og nöfn þeirra sem skipa framboðslista til sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði sem fram munu fara þann 29. maí, hér á heimasíðu sveitarfélagsins.