Fimleikasýning í íþróttamiðstöðinni

Vikuna 19.-23. júlí verður færasta fimleikafólk landsins á ferðinni kringum landið og sýnir og kennir fimleika á nokkrum stöðum þ.á.m. í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þriðjudaginn 20. júlí, kl. 18.00. Öllum er að koma og verða vitni að stórkostlegri fimleikasýningu. Í framhaldi af fimleikasýningunni ætlar hópurinn að halda stuttar æfingabúðir þar sem börnum og unglingum gefst tækifæri á að læra grunnæfingar í fimleikum.