Faroexpo, fyrirtækjaráðstefnumót, í október

Fyrirtækjaráðstefnumótið Faroexpo fer fram í vinbæ Fljótsdalshéraðs, Runavik í Færeyjum, í októbermánuði. Þetta er í 10. sinn sem Faroexpo er haldið i Runavik.

Þetta fyrirtækjastefnumót getur verið góður vettvangur fyrir þá sem áhuga hafa á að koma sér upp viðskiptasamböndum í Færeyjum og áhugavert að sækja fyrir atvinnulífið á Héraði.
Á vefsíðu Faroexpo má sjá upplýsingar um fyrirtækjastefnumótið á ensku og einnig má og þá má hafa samband við Erlu Weihe erla@vrg.fo.

Faroexpo fer að þessu sinni fram dagana 22. til 24. október.