Fagna uppbyggingu farsímakerfis

Dreifbýlis- og hálendisnefnd fagnar áformum um að koma upp GSM sendum á Grjótárhjúk til að styrkja dreifikerfið.

Nefndin hefur samþykkt að sett verði upp fjarskiptahús á hnjúknum með fyrirvara um að aðgerðin skerði ekki dreifisvæði annars staðar á svæðinu með niðurlagningu senda.
Nefndin krefst þess að öllum öðrum svæðum innan sveitarfélagsins verði tryggð samsvarandi þjónusta.