Er barnið þitt að hefja grunnskólagöngu á Fljótsdalshéraði?

Myndin af vef Egilsstaðaskóla og var tekin þegar verðandi nemendur, leikskólabörn,  heimsóttu skólan…
Myndin af vef Egilsstaðaskóla og var tekin þegar verðandi nemendur, leikskólabörn, heimsóttu skólann.

Mikilvægt er að foreldrar skrái börn sín í skóla við upphaf skólagöngu eða í tengslum við flutninga. Ef þú átt barn sem er að hefja nám í grunnskóla í haust og hefur ekki enn skráð það í skóla er mikilvægt að gera það sem allra fyrst.

Skráning í skóla fer fram í gegnum íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Á íbúagáttinni er valinn flipinn „Umsóknir“ og síðan „Umsóknir um skólavist, mötuneyti og heilsdagsvistun“ undir „Grunnskólar“.