Egilsstaðaskóli fær góðan styrk

Egilsstaðaskóli hefur hlotið styrk frá Forriturum framtíðarinnar. Skólinn fær afhentar 15 tölvur frá sjóðnum en einnig fá kennarar þjálfun frá Skema í formi kennslu í forritun og aðstoð við stefnumótun í upplýsingatækni. Styrkurinn hljóðar upp á tæpar 1.3 miljónir króna.

Forritarar framtíðarinnar fengu 42 umsóknir en 16 skólar fengu úthlutun.

Sjá nánar frétt á vef Egilsstaðaskóla.