Egilsstaðaprestakall: Sex sækja um tvö embætti

Alls eru sex umsækjendur um tvö embætti í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi.

Tveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests sem veitist frá 1. ágúst 2014:
• Séra Sigríður Munda Jónsdóttir
• Séra Þorgeir Arason

Fjórir umsækjendur eru um embætti prests sem veitist frá 1. nóvember 2014:
• Davíð Þór Jónsson Cand. theol.
• Elín Salóme Guðmundsdóttir Cand. theol.
• María Gunnarsdóttir Cand. theol.
• Ólöf Margrét Snorradóttir Cand. theol.

Umsóknarfrestur var til 15. apríl sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Austurlandsprófastsdæmi.

Upplýsingar af kirkjan.is