Ég vil móta mína eigin framtíð

Myndin er frá ungmennaþingi 2018.
Myndin er frá ungmennaþingi 2018.

Ungmennaþing 2019

Verður haldið 4. apríl n.k. í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en skipuleggjendur þingsins eru eins og áður meðlimir ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs. 

Áhersla þingsins í ár er aðalskipulag Fljótsdalshéraðs og hafa þau fengið með sér í þá vinnu Pál Líndal, umhverfissálfræðing, og Tinnu Halldórsdóttur, sérfræðing hjá Austurbrú. Er markmið þingsins að ungt fólk á Fljótsdalshéraði geti haft sitt að segja um Fljótsdalshérað framtíðarinnar.

Fundarstýra þingsins verður Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, nemandi í Listaháskóla Íslands og  fyrrum nemandi í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Ungmennaráð Fljótsdalshérað er skipað ungmennum sem vilja að raddir sem flestra unglinga og ungs fólks á Fljótsdalshéraði, og Austurlandi öllu, fái að heyrast og er ungmennaþing liður í því að fá sem flest ungmenni að borðinu.

Dagskrá þingsins

10:00 Setning ungmennaþings – Erla Jónsdóttir, formaður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs
10:10 Mikilvægi þess að ungt fólk setji mark sitt á skipulag sveitarfélags - Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
10:30 Aðalskipulag, heimsmarkmiðin og sálfræði - Páll Líndal, umhverfissálfræðingur
11:00 Ísbrjótur, könnun kynnt.
11:10 Aðalskipulag, heimsmarkmiðin og sálfræði - Páll Líndal, umhverfissálfræðingur
11:50 Vinnuhópar – Tinna Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Austurbrú, og Páll Líndal,umhverfissálfræðingur
12:40 Matur
13:20 Niðurstöður könnunar kynntar – Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, Tinna Halldórsdóttir og Páll Líndal
13:30 Vinnuhópar – Tinna Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Austurbrú, og Páll Líndal, umhverfissálfræðingur
14:50 Þingslit – Erla Jónsdóttir