Danssýning í Valaskjálf

Danshópurinn Klikk sem er listahópur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs býður til danssýningar fimmtudaginn 12. júlí kl.17.00 í Valaskjálf.  Aðgangur er ókeypis. Undanfarnar þjár vikur hafa meðlimir hópsins mætt í danstíma alla virka morgna ásamt því að vinna að öðrum verkefnum að danstímanum loknum.  Tilgangur sýningarinnar er að veita innsýn inn í hvað hópurinn hefur verið að læra og semja í danstímum.  Sýningin samanstendur af danstækni og rútínum sem hópurinn hefur lært í bland við frumsamda dansa sem meðlimir tóku þátt í að semja. Hér gefst tækifæri til að sjá framtíðardansara sýna listir sínar.
Hægt er að fylgjast með starfsemi hópsins inn á facebook.com/danshopurinnklikk