Brautarmet slegin í Tour de Ormurinn

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn á Fljótsdalshéraði var haldin í þriðja sinn í morgun í ágætu veðri. Hjólaðar voru tvær vegalengdir, 68 km og 103 km. 31 keppandi var skráður til leiks. Ný brautarmet voru slegin og bætti fyrsti karl metið í 68 km hringnum um röskar 20 mínútur.

Hér eru úrslitin:
68 km karlar
1. Elías Níelsson brautarmet 2:08:45,52
2. Hafliði Sævarsson 2:20:41,83
3. Stefán Helgi Garðarsson 2:26:57,55

68 km konur
1. Eyrún Björnsdóttir brautarmet 2:44:43,21
2. Jóhanna Malen Skúladóttir 4:31:58,02

103 km karlar
1. Stefán Gunnarsson brautarmet 3:47:37, 67
2. Þórarinn Sigurbergsson 3:47:48,36
3. Þórhallur Kristjánsson 4:00:15,49

103 km konur
1. Guðrún Sigurðardóttir 4:23:33:17

Liðakeppni 68 km
1. Aðalsteinn, Ágúst, Helgi 2:53:55,30
2. Mihal, Janek, Erla 2:58:49,92
3. Heiðar, Svanur, Björn 3:08:29:52

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá fyrsta keppanda koma að brúnni við Grímsá. Fleiri myndir á má sjá á Facebooksíðu keppninnar.