BRASað á laugardegi

Hápunktur BRAS – menningarhátíðar barna og ungmenna á Austurlandi verður í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 14. september. Boðið verður uppá frábæra dagskrá fyrir alla aldurshópa í íþróttamiðstöðinni og er aðgangur ókeypis. Sama dag verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í Egilsstaðakirkju þar sem Makímús Músíkus verður fluttur.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar .

Klukkan16:00-17:15 FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ
– Kynnar eru Almar Blær og Sigurbjörg Lovísa
– Hátíðarræða BRAS
– Nemendasirkussýning
– BRAS dansinn
– Sýning nemenda úr BRAS smiðjum
– Upptakturinn opnar!
– Sirkussjoppan opin

Klukkan 17:15-18:10 BÆJARSIRKUSINN
Bæjarsirkusinn er glæsileg sirkussýning þar sem töfrar sirkusins vakna til lífsins. Óttalaus áhættuleikari, ótrúleg línudansmær, lipurt loftfimleikafólk og ljónatemjari kynna þig fyrir sirkusnum á hátt sem þú hefur aldrei séð áður! Frábær sýning fyrir alla fjölskylduna.

18:15-19:00 KRAKKADISKÓ og PYLSUPARTÍ
– JAXZY þeytir skífum
– Fimleikadeild Hattar verður með pylsusölu
– Krítargólf!
– Glaðningur frá BRAS fyrir alla krakka


Maxímús Músíkús

Sama dag klukkan 14:30 verður Maxímús Músíkús í Egilsstaðakirkju. Þar leiða saman hesta sína Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur, höfundar Maxímúsar. Sögumaður er Almar Blær Sigurjónsson, leikari. Ógleymanleg fjölskyldustund með tónelsku músinni sem hefur glatt börn og fjölskyldur um allan heim.

Laugardaginn 14. september
klukkan 10:30 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði
klukkan 14:30 í Egilsstaðakirkju

Sunnudaginn 15. september
klukkan 10:00 í Herðubreið á Seyðisfirði
klukkan 15:00 í Miklagarði á Vopnafirði

2.900kr. (frítt fyrir 6 ára og yngri)
Forsala: 13. september kl. 14:00–18:00 í síma 896 6971.

Hér má sjá umfjöllun um Bras á Austurfrétt