Borgarafundur um ársreikninga

Almennur borgarafundur um ársreikninga Fljótsdalshéraðs 2008, fjárhagsáætlun 2009 og helstu framkvæmdir ársins verður haldinn í Hlymsdölum, Miðvangi 6, á  Egilsstöðum, fimmtudaginn 11. júní kl. 20:00.

Frummælendur verða Eiríkur Bj. Björgvinsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs. Bæjarfulltrúar munu einnig sitja fyrir svörum á fundinum.