Bæjarráð bókar vegna landsmóts

Á fundi bæjaráðs nýverið var fóru Björn Ingimarsson og Stefán Bogi Sveinsson yfir framkvæmd unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið var um verslunarhelgina.

Bæjarráð fagnar því hve vel tókst til með landsmótshaldið og þakkar UÍA, UMFÍ og öllum þeim sjálfboðaliðum sem að mótinu komu fyrir samstarfið og landsmótsgestum kærlega fyrir komuna.